EG-fasteignamiðlun kynnir:
BREKKUSEL 11 - FALLEGT OG TALSVERT ENDURNÝJAÐ ENDARAÐHÚS MEÐ AUKAÍBÚÐ OG BÍLSKÚR - GLÆSILEGT ÚTSÝNI OG FRÁBÆR AFGIRTUR GARÐUR MEÐ STÓRRI VERÖND OG HEITUM POTTI. HÚSIÐ GETUR VERIÐ LAUST FLJÓTLEGA.
Birt flatarmál eignarinnar er 262,4 fm og þar af er bílskúrinn 23,8 fm. Að auki er svo nýtanlegur gólfflötur undir súð sem ekki kemur fram í birta flatarmálinu.Nánari lýsing:1. hæð:Komið er inn í hol með parketi og góðum fataskápum. Inn af holinu er annars vegar lítil geymsla og svo fataherbergi með parketi og innréttingum.
Í enda gangsins er parketlagt opið rými með hita í gólfi að hluta og útgengi út í garðinn. Þetta rými er í dag nýtt sem tómstundarrými en það mætti nýta það sem herbergi eða jafnvel til að stækka aukaíbúðina, allt eftir því hvað hentar best hverju sinni.
Á
1. hæð er svo líka
stúdíóíbúð með
sérinngangi. Íbúðin er með parketlögðu opnu rými, eldhúskrók og flísalögðu baðherbergi með sturtu. Góður möguleiki væri að stækka þessa íbúð.
2. hæð:Komið er upp teppalagðan stiga upp á miðhæðina inn í parketlagt hol.
Inn af holi er flísalagt gestasalerni og rými með útgengi út á svalir sem snúa út í framgarðinn. Þetta rými er í dag nýtt sem borðstofa en auðveldlega mætti loka því og nýta það sem herbergi.
Stórt og gott endurnýjað eldhús með parketi og sérsmíðaðri hvítri fulningarinnréttingu með miklu skápa- og skúffuplássi, gashelluborði með viftuháf yfir, tveimur ofnum í vinnuhæð, innbyggðri nýrri Mile uppþvottavél og áföstu borði.
Bjartar og góðar stofur með parketi og stórum gluggum með frábæru útsýni yfir borgina og víðar.
3. hæðKomið er upp teppalagðan stiga upp á efstu hæðina.
Þar eru í dag tvö svefnherbergi, baðherbergi og leikrými.
Hjónaherbergi með parketi og fataskáp. Útgengt er frá hjónaherberginu út á svalir.
Svefnherbergi með parketi var áður tvö herbergi en opnað hefur verið á milli þeirra og gert eitt stórt herbergi. Auðvelt væri að breyta því í fyrra horf ef það hentaði betur.
Endurnýjað flísalagt baðherbergi með hita í gólfi, "walk in" sturtu, upphengdu salerni og innréttingu með tveimur vöskum. Einnig hefur hagnlega verið komið fyrir innréttingu undir súð með plássi fyrir þvottavél og þurrkara.
Rúmgott parketlagt rými undir súð sem nýta mætti t.d. sem leikrými fyrir krakka á öllum aldri.
Garðurinn sem snýr í vestur er sérstaklega góður og eykur mjög á lífgæði eignarinnar. Hann er
mjög prívat þar sem húsin í lengjunni stalla og því er ekki útsýni frá öðrum húsum inn í hann. Í garðinum er ca.
50 fm afgirt timburverönd(að hluta yfirbyggð) með
heitum potti. Garðurinn er einnig með
grasflöt og fallegum trjágróðri og í enda hans er
6 fm garðhús með rafmagni.
Bílskúr með hita, vatni, rafmagni og smá geymslulofti, er í frístandandi bílskúrslengju.
Þetta er gott fjölskylduhús með aukaíbúð, sem hentar vel til útleigu, á góðum stað í barnvænu hverfi þar sem stutt er í skóla og ýmsa aðra þjónustu.
Að sögn seljanda var:
Baðherbergi á 3.hæð endurnýjað 2015.
Eldhúsið var endurnýjað 2016.
Hurðir og parket á efstu hæð var endurnýjað 2022.
Flestir ofnar í húsinu eru endurnýjaðir og búið er að endurnýja talsvert af gleri í gluggum.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Einar Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
s. 896-8767
[email protected]